top of page

Árulestur

Á lokaða Facebook hópnum okkar er þráður þar sem er hægt að senda inn mynd af sér og spreyta sig á að lesa árur hinna sem hafa sett inn mynd af sér.

Hvað er ára?

Það þarf ekki að vera miðill eða sjáandi til þess að geta séð árur.

 

Sumir miðlar og sjáendur sérhæfa sig í árulestri, sumir sjá árur frá barnsaldri en ALLIR geta séð þær með smá æfingu.

 

Besta leiðin til þess að upplifa áru annara er að finna fyrir henni.

 

Þú hefur sennilega oft tekið eftir þessu áður, þegar þú hittir fólk í fyrsta sinn.

Með því að taka eftir því hvernig áhrif mismunandi fólk hefur á tilfinningarnar þínar.

 

Fyrsta upplifun sumra einstaklinga gæti valdið þér kvíða á meðan þú finnur fyrir afslöppun og þægindum í kringum aðra.

 

Þessi viðbrögð við fólki, við köllum þetta oft innsæi eða að vera mannglöggur, eru meðfædd viðbrögð þín við áru annara.

 

Ára er það sem við köllum orkusviðið sem líkaminn okkar gefur frá sér.

 

Það er almennt talið, innan andlega sviðsins, að tíðni orkusviðsins okkar samsvari tilfinningum okkar og því hvernig við bregðumst við öðru fólki.

Mismunandi orkutíðni sviðsins eru oft túlkaðar með mismunandi litum, þegar þú sérð áru ertu því að sjá orkusvið í kringum aðra manneskju.

 

Orkusviðið getur verið marglaga, með mismunandi litum og jafnvel mismunandi í laginu.

 

Það eru þó ekki einungis menn sem hafa árur, dýr, plöntur og allar lifandi verur eru einnig umkringd sínum eigin orkusviðum.

 

Eftir því sem þú æfir þig meira muntu verða næmari fyrir árum og ferð að sjá þær í kringum allt líf.

Einfaldar leiðbeiningar til þess að læra að sjá árur

Mundu að æfing skapar meistarann!

Með því að æfa þig og leyfa augunum að dvelja lengur og lengur við þessa iðju munt þú fara að sjá sterkara ljós, og með tímanum einnig liti.

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page