top of page

Á Bakvið Tjöldin

Hulin Öfl var upphaflega stofnað 2023 sem Facebook hópur, þar sem okkur fannst vanta vettvang til þess að geta rætt andleg málefni án fordóma.

 

Hópurinn hefur stöðugt stækkað og árið 2024 ákváðum við að bæta við hlaðvarpi með sama nafni.

 

Hugmyndin á bakvið hlaðvarpið var aðallega að deila með fólki því sem okkur systrum fannst áhugavert og athyglisvert hverju sinni og með því opna enn meira á umræðu mismunandi hliða andlegra mála.

Heimasíðan er nýjasta aukning við Hulin Öfl, en hér verður reglulega bætt inn allskyns efni og fróðleik ásamt því að vera til listi yfir mismunandi þjónustuaðila andlegra mála á Íslandi. Þannig verður auðvelt að finna og skoða þá aðila sem bjóða upp á allskyns meðferðir og aðstoð, óháð félags tengingu eða kunningjaskap.

Á bakvið Hulin Öfl erum við systur Katrín Sandholt og Anna Kristín Sandholt. Við höfum báðar alist upp í mjög andlegu umhverfi ásamt því að hafa verið að efla okkur og starfa í andlegum málum meiripart fullorðinsáranna.
 

Við erum báðar á skrá undir þjónustuaðilla og má skoða meira um okkur þar.

Við vonumst innilega til þess að Hulin Öfl eigi eftir að  kynna þig fyrir mismunandi hliðum andlegra mála til skemmtunar og sjálfseflingar!

Það má alltaf senda okkur skilaboð með ábendingar eða athugasemdir!

Anna Kristín og Katrín

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page