Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir
Shamanískur heilunarþerapisti, heilsunuddari & Reiki meistari
Margþættar aðferðir
Með sífellt stækkandi heilunarverkfæratösku og ört vaxandi þekkingu og visku er frekar erfitt fyrir mig að reiða fram tæmandi útlistun á allri þeirri margvíslegu þjónustu sem ég hef upp á að bjóða.
En ég hef nánast alla mína tíð faktískt verið að safna í farteskið allskyns heilunartólum/-aðferðum og faglegri þekkingu um allt er viðkemur heilun, heilsu, heilbrigði, vellíðan, sálar og andans málum (bæði dulspekilegs- og vísindalegs eðlis).
Þá annars vegar í gegnum sjálfsnám og skóla lífsins (þar með talinn afar lærdómsríkan, upplýsandi og vitundarvekjandi heilunarleiðangur hins særða heilara/Shamans), og hins vegar með ástundun á samfélagslega viðurkenndu háskóla- og starfsnámi (íþrótta- & heilsufræði, heilbrigði & heilsuuppeldi, heilsunudd, fasíu- & djúpvefjalosun og höfuðbeina & spjaldhryggsjöfnun "cranio").
Þess vegna þykir mér allra vænlegast að vinna í gegnum innsæið og mitt æðsta sjálf/sál/anda og einfaldlega spyrja æðsta sjálf/sál/anda skjólstæðings míns hvað sé það allra besta sem ég get gert með/fyrir viðkomandi hverju sinni.
Með þeim ásetningi að finna rót/rætur vandamálanna og fá leiðsögn um hvernig má uppræta þær.
Jafnframt legg ég ríka áherslu á að vinna ávallt með einstaklinginn í allri sinni fjölþættu heild með hliðsjón af aðstæðum og umhverfi - í sameiningu með honum sjálfum, æðri vitund/mætti og handleiðsluteymum okkar handan við huluna (og hverjum þeim góðvilja verum sem geta og vilja aðstoða).
Vitundarvakning
Enn fremur eru uppfræðsla, vitundarvakning og valdefling einir helstu hornsteinarnir í öllum mínum einkatímum og námskeiðum/vinnusmiðjum.
Því hvað er betra en að geta hjálpað sér sem mest sjálfur og vera ekki alltaf háður því að annað fólk verði stöðugt/reglulega að gera eitthvað við/fyrir mann til þess að líða vel og lifa við fulla heildræna heilsu og hámarks lífsgæði (eða í fullkominni harmónýu eins og ég kýs að orða það).
Það er svo ótal margt sem við getum gert fyrir okkur sjálf og raunar vilja margir meina að öll heilun sé í raun sjálfsheilun.
En á sama tíma er vissulega ekkert að því að þiggja utanaðkomandi aðstoð, og eflaust þurfum við öll oft á tíðum nauðsynlega á einhverri aðstoð að halda.
Við megum bara ekki falla í þá gryfju að gleyma því, að þegar öllu er á botninn hvolft, þá berum við sjálf alla ábyrgðina á okkar eigin lífi, heilsu og líðan (eins og þú sjálfsagt veist fullvel).
Í hnotskurn, þá snýst megnið af minni vinnu/þjónustu alla jafna um að koma öllu í fullkomna harmónýu á öllum sviðum lífsins (m.a. með kennslu, miðlun, heilun og upprætingu á rótum vandamála – sama hvers eðlis þau kunna að vera).
En það byrjar þó ávallt allt saman og endar á því að koma einstaklingnum sjálfum í fullkomna harmónýu innra með sér.
Því um leið og allt kemst í fullkomna harmónýu innra með manni, þá kemst allt í fullkomna harmónýu í ytra umhverfi.
Eins og segir í Hermetískri heimspeki „As within, So without / As above, So below“, þ.e.a.s. okkar ytri veruleiki endurspeglar alltaf nákvæmlega okkar innri veruleika.
Ég þjónusta ekki bara fólk á öllum aldri, hvort sem það er jarðnesku holdi klætt eða ekki.
Heldur er ég einnig fær um að vinna með dýr (holdguð og óholdguð), plöntur, jarðefni, hluti, staði, aðstæður, atburði og hvaðeina.
Athugið þó að áherslurnar og vinnubrögðin í minni vinnu/þjónustu eru auðvitað svolítið öðruvísi þegar ég er að vinna með eitthvað annað en holdi klæddar manneskjur.
Fólki er svo líka að sjálfsögðu frjálst að óska eftir einhverri ákveðinni heilunarþerapíu sem ég býð upp á (sem eru auðvitað allar einnig leiddar áfram af innsæinu).
6965507
Stórikriki 55, Mosfellsbær