Peggy er tæpur meter á hæð, ljóshærð með blá augu, hún lítur út fyrir að vera venjuleg dúkka, sem kanski gerir hana bara enn draugalegri.
Eigandi Peggy gat ekki sofið eftir að dúkkan kom inn í hennar líf
Fyrrum eigandi dúkkunnar, segir frá því að eftir að hafa fengið dúkkuna, gat hún ekki sofið.
Fótatak heyrðist um íbúðina og kveikt var á ljósum á nóttiunni
Hún heyrði fótatak um íbúðina, þrátt fyrir að búa ein, hún heyrði kveikt og slökkt á ljós rofanum á baðherberginu á næturnar.
Peggy endaði innrúlluð í teppi út í bílskúr
Þetta varð það truflandi fyrir eigandann að hún endaði á því að taka dúkkuna og rúlla henni inn í þykkt teppi og setja hana út í bílskúr.
Paranormal rannsakandinn Jayne tók Peggy með sér heim
Það var eftir þetta sem parnanormal rannsakandinn Jayne Harris tók dúkkuna að sér.
Nokkrum dögum eftir að hafa tekið dúkkuna með sér heim. Fór Jane að finna fyrir rosalegri þreytu, hálfgerðri örmögnun sem komst á það stig að Jane átti erfitt með að fara fram úr rúminu, þegar hún leyfði vinum að taka dúkkuna úr húsinu í nokkra daga, jafnaði Jayne sig og varð eins og hún átti að sér að vera.
Furðulegar frásagnir bárust Jayne eftir að hún póstaði mynd af Peggy á samfélagsmiðlum
Furðulegheitin héldu áfram þegar Jayne póstaði mynd af dúkkunni á samfélagsmiðla, fólk hélt því fram að furðulegir hlutir hefðu gerst í þeirra lífi eftir að hafa séð myndina af dúkkunni.
Fólk talaði um höfuðverk, verk fyrir brjósti, ljósaperur sem sprungu og fótatak sem fólk heyrði, einnig urðu hundar ringlaðir og hlupu í hringi og geltu.
Andi Peggy hvílir ekki í friði, heldur er hún mjög óróleg og frekar pirruð
Miðill skrifaði að hún finndi inn á kvennorku sem hún tengdi við nafnið Peggy, hún Peggy okkar var alls ekki í hvíld heldur var hún órólegur andi sem var frekar pirruð og með stuttann þráð.
Í dag er Peggy á Zak Bagans drauga safninu í Las Vegas, þar sem myndavélar fylgjast með henni 24/7
Til að skoða Peggy þurfa allir að skrifa undir afsal, ef andi hennar skyldi fylgja þér heim
Til að fá að skoða hana þarf að skrifa undir afsal, þar sem viðkomandi afsalar sér réttinum að fara í mál við safnið ef Peggy skylda valda einhverjum kvillum hjá fólki eftir heimsóknina.
Hlustaðu á hlaðvarpsþáttinn um dúkkur þar sem við ræðum m.a þessa sögu!
Comments