Óboðinn Skuggi
- Anna Axelsdóttir Sandholt
- Jun 25, 2024
- 1 min read
Úr 9. þætti; "Skuggaverur"
Árið 2018 bjó ég í lítilli íbúð í East Village, hún var það lítil að ég kom bara fyrir tvíbreiðu rúmi og tveimur náttborðum.
Eitt kvöld þegar ég var búin að koma mér þægilega fyrir á bakinu í rúminu mínu birtist hávaxinn grannur maður með hatt, hann gekk inn í íbúðina mína og meðfram rúminu mínu.

Ég fann á þessum tíma punkti að ég var frosin, lömuð, gat ekki hreyft mig.
Ég reyndi eins og ég mögulega gat að hreyfa eitthvað en ekkert gerðist.
Maðurinn gekk rólega meðfram rúminu mínu og beigði sig yfir mig, hann var mjög hávaxinn, það hávaxinn að hann þurfti að beygja sig til að rekast ekki í loftið. ég sá ekkert andlit, bara dökkan skugga og útlínur.
Allt í einu losnaði um lömunina og ég gat sparkað útí loftið, þá hvarf hann.
Ég var svo hrædd að ég þorði ekki einu sinni að segja neinum frá þessu.
Það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna að vinkona mín sagði mér frá sinni reynslu og hún var nákvæmlega eins, maðurinn, lömunin og þegar hún losnaði hvarf hann. Mér finnst ennþá mjög krípí að ryfja þetta upp.
Ég hef ekki upplifað svefnrofalömun, eða neitt paranormal hvorki fyrr né síðar, en stundum þegar ég er á milli svefns og vöku dreymir mig þennan skugga og þá snögg vakna ég og hoppa fram úr rúminu.
Comments