top of page

Næturvarslan

  • Writer: Katrín Sandholt
    Katrín Sandholt
  • Jun 25, 2024
  • 2 min read
Úr 9. þætti; "Skuggaverur"
 

Árið 2020 vann ég sem næturvörður á unglingaheimili og það var alltaf eitthvað óútskýranlegt í gangi þar.

Á skrifstofunni er glær plexiglergluggi sem snýr að öðru herbergi sem var byggt við bygginguna í kringum 1970.


Ég og vinnufélagi minn vorum búin að heyra allskonar skrítin hljóð alla nóttina, við héldum að það væru einhverjir krakkar að fíflast í okkur, en við fórum samt á kortérs fresti að athuga öll herbergin og það eru myndavélar á öllum göngum þannig að við hefðum orðið vör við það ef einhver væri á ferli.


Næturverðir á skrifstofu

Fyrir utan að helmingur krakkanna tók svefnlyf og voru yfirleitt steinsofnuð um ellefu leytið.


Um miðnætti byrjaði klappið.

Ég gerði ráð fyrir að það voru krakkarnir, athugaði herbergin og allir krakkarnir voru sofandi í rúmunum sínum.


Svo heyrðum við litla rödd í ganginum segja “komdu kisi,kisi” en það var köttur sem bjó á heimilinu.


Við skoðuðum myndavélarnar en það var enginn frammi.


Í kringum kl 2 var ég á skrifstofunni á meðan vinnufélagi minn fór á herbergjatékk og ég heyri lágt bank utan á glugganum.

Ef krakkarnir hefðu farið út úr húsinu hefði þjófavörnin farið af stað.


Ég ákvað að draga niður.


Skuggavera í myndavélakerfinu

Um korter í 4 fórum við að sjá skugga, sumir virkuðu ótrúlega hávaxnir nálægt 2m, aðrir mjög stuttir.

Þeir voru að hlaupa um í leikherberginu á ótrúlegum hraða.

Ég leit á vinnufélaga minn og sá hvernig hún sökk niður í stólinn sinn, ég spurði hana hvort hún væri að sjá það sama og ég, hún kinkaði bara kolli.


Ég ákvað að kveikja öll ljósin í húsinu og kveikti á sjónvarpinu í leikherberginu, þegar ég var búinn að því fór ég í herbergjatékkið og fór svo aftur inn á skrifstofu.


Um hálf fimm sátum við inni á skrifstofu að horfa á netflix í tölvunni, við hliðina á skjánum er skjár sem sýnir myndavélakerfið og á honum sáum við lítinn strák.


Hann var í stofunni á hnjánum við sófann, með óeðlilega langa handleggi. 


Hann var með skrítinn hvítan/gulan ljóma í kringum sig.

Hann leit út fyrir að vera kannski 5 eða 6  ára, hann leit beint í myndavélina með glóandi gul augu og hvarf svo.


Drengur með gul augu

Ég leit aftur á vinnufélaga minn og spurði hvort hún hefði séð þetta, aftur jánkaði hún því.


Við reyndum að tala um eitthvað annað til þess að gefa þessu ekki of mikla athygli, sem tilraun til þess að láta þetta hverfa.

Eftir það gerðist ekkert meira þá nóttina.

Ég hætti að vinna þarna nokkrum mánuðum seinna.






Hlustaðu á hlaðvarpsþáttinn um Skuggaverur, þar sem við ræðum meðal annars þessa frásögn!



Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page