top of page

Myntin

  • Writer: Anna Axelsdóttir Sandholt
    Anna Axelsdóttir Sandholt
  • Jun 18, 2024
  • 1 min read
Úr 8. þætti; "Veruleikavillur"
 

Þegar ég var um eins ár var ég staddur í stórmarkaði með foreldrum mínum.

Eldri maður kom að mér (eins og gamalt fólk gerir við börn) og vildi endilega gefa mér mynt.

Barn í verslunarferð


Foreldrar mínir hafa sagt mér hversu mikil værð var yfir manninum og hversu kunnulegur hann virtist (ég vill meina að þetta hafi verið ég úr framtíðinni en það er kannski örlítið langsótt).


Ég hafði alltaf þessa mynt með mér, fyrir nokkrum árum, þegar ég var um 22 ára, ákvað ég að kaupa mér peningaskáp og fannst tilvalið að geyma myntina í honum.


Eftir um það bil mánuð opnaði ég peningaskápinn aftur og sá þá að myntin var ekki lengur inni í honum.

Ég var með myntina í litlu plastumslagi sem er sérstaklega hannað fyrir mynt, umslagið var á sínum stað en myntin ekki í því.

Ég er eina manneskjan sem hefur aðgang að peningaskápnum.


Í tvö heil ár var ég miður mín yfir því að hafa týnt myntinni sem góði maðurinn gaf mér þegar ég var ungabarn.


Þá að skrítna hluta sögunnar…



Maður að fara í gegnum kassa á háalofti

Ég var uppi á lofti í húsi foreldra minna, æskuheimili mínu, að sortera úr nokkrum kössum þegar eitthvað datt úr loftinu og lenti á öxlinni minni.


Og hvað heldur þú, þetta var fjárans myntin sem lá núna við fætur mína


Ég hef aldrei verið eins ringlaður á ævinni.

Ég færði aldrei myntina, hafði ekki verið í húsi foreldra minna heillengi.

Það eru engir bjálkar eða syllur í loftinu sem myntin hefði getað fallið frá.


Myntin birtist bara úr engu.




Hlustaðu á hlaðvarpsþáttinn um Veruleikavillur, þar sem við ræðum meðal annars þessa frásögn!



Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page