top of page

Letta, andsetna strengjabrúðan

  • Writer: Katrín Sandholt
    Katrín Sandholt
  • Oct 13, 2024
  • 3 min read

Updated: Oct 18, 2024

Úr 16. þætti; "Dúkkur"
 

Kerry Walton fór í jarðarför hjá Ömmu sinni í heimabæ sínum árið 1972, hann ákvað að stelast inn í eldgamalt yfirgefið hús sem hann hafði alltaf verið hræddur við sem barn, hann var að vonast eftir að finna einhverja falda fjársjóði og kraup undir gólfið.. 



Letta er strengjabrúða

Honum krossbrá þegar andlit birtist skyndilega


Hann lýsti vasaljósinu sínu fram fyrir sig og krossbrá þegar andlit birtist allt í einu í ljósinu.

Fyrir framan hann var, frekar ófrýnileg, strengjabrúða, hún var stór eða um 72 cm á hæð!

Hann ákvað að taka dúkkuna með sér, hún var eiginlega það eina sem hann fann í húsinu..

Hann skellti henni í skottið á bílnum og keyrði heim.


Á leiðinni heim heyrðust skrítnir dynki og bönk úr skottinu


Á leiðinni heim fór hann að heyra skrítna dynki úr skottinu, eins og einhver eða eitthvað væri að banka… Hann segist líka hafa heyrt rödd ýlfra “Letta me out”.


Þegar hann kom heim með dúkkuna varð hundurinn hans alveg vitlaus, þessi hundur var yfirleitt bara rólegur og góður en hann sturlaðist þegar hann sá dúkkuna.


Flestir ættingjar Waltons töluðu um að finna mikil óþægindi í kringum dúkkuna, bæði líkamlega og svona krípuð.


Dúkkan fór að vera með læti á nóttunni


Í einhvern tíma leyfði hann krökkunum sínum að leika sér með dúkkuna en hún fór að vera með læti á nóttunni og börnin vöknuðu öskrandi og grátandi.


Walton ákvað þá að setja hana í tösku og geyma hana undir húsinu, það er svona pláss undir húsunum þarna í Ástralíu fyrir einhverjar lagnir og svoleiðis.


Dúkkan var þar í 5 ár þangað til Walton ákvað að fara bara með hana á safn í Sydney. 


Sérfræðingar segja að dúkkan sé um 200 ára gömul


Einhverjir sérfræðingar í dúkkum hafa sagt að dúkkan sé um 200 ára og hafi verið gerð af sígauna sem missti son sinn ungann. 


Sígaunar trúðu á sálar yfirfærslu og dúkkur voru oft notaðar til þess að geyma sálir hinna látnu. 


Dúkkan er með alvöru, mennskt hár, sem var mjög algengt með svona dúkkur og undir hárinu má sjá eitthvað sem líkist heila.

Dúkkan fékk að heita Letta, sem hentar vel uppruna dúkkunnar en kom til vegna þess að hún á það til að öskra “Letta me Out”.


Miðlar segja að sál 6 ára drengs sé föst í dúkkunni


Saga dúkkunar skýrðist svo enn betur eftir að nokkrir miðlar tengdust henni og gátu séð að þessi tiltekna dúkka var gerð í mynd sonarins sem drukknaði aðeins 6 ára gamall, 

faðirinn hafði notað hana við sálar yfirfærslu athöfn og samkvæmt þessum miðlum er sonurinn enn í dúkkunni.


Það hefur þó ekki verið talið neitt illt sem fylgir henni, heldur bara hræddur og ringlaður lítill strákur.


Auðvitað datt þá Walton í hug að selja hana, að hann hlyti að fá gott verð fyrir hana með alla þessa sögu..


Og jú, fékk mjög gott tilboð í hana. 


En þegar hann kom á staðinn með dúkkuna náði hann henni ekki úr bílnum, hún var eins og límd föst!


Walton getur aldrei losað sig við dúkkuna, hún fylgir honum


Honum hefur verið sagt að hann muni aldrei geta losað sig við dúkkuna.

En það er svosem í lagi því það hefur aldrei gengið eins vel í litlu söfnunargripa búðinni hans eins og eftir að Letta kom til sögunnar.


Dúkkan virðist framkalla rigningu þegar það er farið með hana út, hundar hata hana og reyna að ráðast á hana. 

Myndir eiga það til að detta niður af veggjum þegar Letta er sett inn í herbergi, hún á það til að hreyfast til í sætinu sínu sjálf, skiptir um stellingar og hreyfir höfuð og hendur.


Walton ferðast stundum með dúkkuna um Ástralíu og leyfir fólki að skoða Lettu og taka mynd af sér með hana í fanginu, ef það þorir..

Myndir þú þora?



Hlustaðu á hlaðvarpsþáttinn um dúkkur þar sem við ræðum m.a þessa sögu!



Comentarios

Obtuvo 0 de 5 estrellas.
Aún no hay calificaciones

Agrega una calificación

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page