top of page

Joliet - dúkkan með bölvunina

  • Writer: Anna Axelsdóttir Sandholt
    Anna Axelsdóttir Sandholt
  • Apr 2
  • 3 min read
Úr 16. þætti; "Dúkkur"
 

Joliet hefur tilheyrt sömu fjölskyldunni í meira en 4 kynslóðir, í yfir 100 ár. Dúkkunni eru tengd hræðileg álög en fjölskyldan getur samt ekki séð af henni.


Það er talið að 4 sálir lifi í dúkkunni


Joliet

Sagan segir að í dúkkunni séu 4 sálir, að sú tala muni aðeins vaxa eftir því sem dúkkan erfist frá móður til dóttur.


Dúkkan gefur frá sér sönglandi öskur


Anna G., sem vill að mestu vera nafnlaus, er núverandi eigandi Joliet. Á nóttunni heyrir Anna dúkkuna gefa frá sér nístandi öskur frá mismunandi börnum, stundum með sönglandi undirtón, stundum öll 4 börn samtímis.


Anna veit hvaða sálir það eru sem búa í dúkkunni, hvað þær heita og hvaðan þær koma


Anna veit hvaða sálir það eru sem eru í dúkkunni, hún veit hvað þær heita, og það er vitneskjan sem heldur dúkkunni í sömu fjölskyldunni þrátt fyrir hörmulegar afleiðingar.


Dúkkan er ss ekki bara andsetin, heldur fylgja henni álög.


4 kynslóðir af sömu ætt hafa átt dúkkuna og allar hafa þær tekist á við bölvunina


Fyrir 4 kynslóðum síðan fékk langamma Önnu dúkkuna sem gjöf frá fjölskyldu vini. 

Á þeim tíma var hún ófrísk af seinna barni sínu og var dúkkan ætluð sem fæðingargjöf.


Það sem hún vissi ekki þá var að þessi tiltekni vinur var ofboðslega afbrýðissamur út í ömmu Önnu, það er ekki vitað nákvæmlega hvers vegna afbrýðissemin var, bara að hún var til staðar.


Dúkkan var þannig gefin út frá biturleika og varð undir álögum með því, hörmulegir atburðir áttu sér því næst stað í fjölskyldunni.


Á þriðja degi lést sonurinn og sálin hans fluttist yfir í Joliet


Amma Önnu eignaðist heilbriðgan son, á þriðja degi dó sonurinn snögglega án skýringa.

Fljótlega eftir dauða fyrsta barnsins, fór móðirin að finna fyrir draugagangi í kringum Joliet. 


Nístandi barnsgrátur heyrðist um miðjar nætur og hún fann það að gráturinn tilheyrði látnum syni sínum. 

Þó þessi grátur velti upp sárum minningum gat hún ekki fengið sig til þess að losa sig við dúkkuna. 


Henni fannst sonur sinn einhvernveginn vera fastur í dúkkunni og að hún yrði að hafa hana nærri svo hún gæti verndað hann. 


Dúkkan erfðist svo til ömmu Önnu þegar hún varð fullorðin. Hún vissi af því sem hafði komið fyrir litla bróður sinn og söguna um að hann væri fastur í dúkkunni, en það sem hún vissi ekki þá var að það nákvæmlega sama myndi koma fyrir hana.


Það sama gerðist hjá 4 kynslóðum kvenna í kvenlegg.

Hver kona eignaðist tvö börn, fyrst dóttir og svo son en sonurinn dó á þriðja degi.


Mamma Önnu eignaðist tvö börn, son og dóttir. 

Á nákvæmlega sama hátt dó sonurinn á þriðja degi. 

Þá bættist gráturinn hans við dúkkuna.


Svona gekk þetta áfram til dagsins í dag, með Önnu sem eiganda dúkkunnar. Hún á dóttir, en missti son sinn á þriðja degi. 

Anna segir að gráturinn hans hafi bæst við grátur hinna þriggja.

Allir fjölskyldumeðlimir hafa hugsað um dúkkuna eins og hún sé sonurinn sem þau misstu. 


Það versta er að vita að dóttir mín mun eingast son og missa hann á 3 degi


Þó að missirinn hafi verið erfiður segir Anna að það versta sé að vita til þess að það sama eigi eftir að henda dóttir sína.


Anna vill alls ekki missa dúkkuna, þrátt fyrir 4 kynslóða sársauka og erfiðar minningar sem dúkkan kallar fram. Hún segir að gráturinn heyrist mjög greinilega. 


Anna þarf að bera þessa byrgði án þess að vera trúað, því enginn heyrir gráturinn nema eigandinn


Anna þarf einnig að burðast með það álag að enginn trúir henni, því eigandinn er sá eini sem heyrir gráturinn..



Hlustaðu á hlaðvarpsþáttinn um dúkkur þar sem við ræðum m.a þessa sögu!




Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page