top of page

Jákvæðni, orka og tíðni

  • Writer: Anna Axelsdóttir Sandholt
    Anna Axelsdóttir Sandholt
  • Aug 27, 2024
  • 2 min read
 



Woman in peace by a lake

Hvernig getum við tengt saman þetta þrennt til að hjálpa okkur að lifa okkar besta mögulega lífi?

Við vitum að orka er eitthvað sem endar ekki, heldur umbreytist og við vitum að allt í þessum heimi hefur tíðni, þeas tifar á ákveðinni “bylgjulengd” ef svo má að orði komast.


Hvernig getur þá jákvæðni komið að þessu?


Jákvæðni og þakklæti eru þær tvær tilfinningar sem hafa hvað mest áhrif á okkar tíðni á góðan hátt. Þegar við erum jákvæð og þakklát tifum við sjálf á mjög hárri tíðni, “bylgjulengdin” okkar hækkar.

Með þessa vitneskju, hvernig væri best fyrir okkur að nýta okkur þessa háu tíðni í okkar lífi?


Það eru nokkur atriði sem við getum tileinkað okkur til að efla okkar eigin tíðni td. getum við stundað það að finna fyrir þakklæti daglega, það er einföld æfing að byrja daginn á td. 3 hlutum í lífinu sem við erum þakklát fyrir. Það að finna fyrir þakklæti hefur oftar en ekki jákvæð áhrif á okkur.

Þannig að þetta tvennt helst í hendur.


A man greeting a new day, by. A lake

Við getum líka tileinkað okkur að taka eftir neikvæðum hugsunum og gera það að markmiði að umbreyta þeim í jákvæðar. Það að taka eftir eigin hugsunum, grípa þær neikvæðu og umbreyta þeim í jákvæðar, eflir okkur líka í því að vita hvað við viljum, hvernig við viljum vera og hvernig við viljum hafa lífið okkar. Allt frá fólkinu í kringum, til aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir og hvernig við kjósum að taka daglegu hlutunum í okkar lífi.


Ég hef sjálf tileinkað mér þakklæti í nokkur ár og get sagt það hreint út að það hefur umbreytt mínu lífi, stundum held ég þakklætisdagbók, stundum tek ég þakklæti með í hugleiðslu og stundum geri ég bæði.


Það fer eftir minni eigin líðan hverju sinni.


Ég mæli svo sannarlega með að halda þakklætisdagbók, vegna þess hversu magnað það er að eiga þessa litlu hluti niður skrifaða og getað flett í gegnum.


Wrighting in my diary

Ef þú hefur áhuga á að hækka tíðnina þína með þakklæti, byrjaðu á því að skrifa niður 3 hluti í lífinu sem þú ert þakklát/ur fyrir og gerðu það í dag. Gefðu sjálfum þér 1 viku í að gera þetta daglega og prufaðu svo að taka stöðuna á þinni eigin líðan eftir þessa viku. Ég get lofað þér því að það hefur eitthvað breyst til batnaðar í þínu lífi, þó að það sé ekki nema bara skapið eða þolinmæðin.








Hefur þú gert þakklætisdagbók eða æfingar?

  • Nei



Endilega deildu því hvernig það hafði áhrif á þitt líf, hérna í kommentum.


Gangi þér vel og megi dagurinn verða þér yndislegur og fullur af þakklæti og jákvæðni.

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page