Hver var að banka?
- Anna Axelsdóttir Sandholt
- May 8, 2024
- 1 min read
Úr 2. þætti; "Ærsladraugar"
Eitt kvöld þegar ég er að fara að sofa, sé ég skugga labba frammi á gangi, sem mér fannst mjög óþægilegt.
Ég veit að maðurinn minn er sofandi í rúminu og börnin líka sofandi inni í sínum herbergjum, þau voru það lítil að þau voru í rimlarúmum.

Ég reyni samt að halda áfram að sofa og loka augunum, svo vakna ég seinna um nóttina og þarf að fara á klósettið.
Ég fer fram á klósett og loka hurðinni, þegar ég sit þarna heyri ég bankað á hurðina, svona eins og það sé verið að banka á hurðina með einum fingri.
Ég segi við manninn minn, hættu þessu ég er að verða búin þú kemst að eftir smá stund, aftur er bankað mjög augljóst og ég aftur bið hann að hætta og sergi að ég sé að verða búin, þarna var ég orðin dáldið pirruð.
Svo stend ég upp og ætla að opna fyrir manninum mínum, en þá er enginn fyrir utan hurðina.
Ég kíki inn til barnanna og þau eru steinsofandi í rimlarúmunum sínum og maðurinn minn steinsofandi í hjónarúminu.
Ég fer að tala við hann og segi, hættu að stríða mér, ertu að djóka, ég veit að þú varst að banka á klósetthurðina, en hann þver neitar því og segist bara hafa verið sofandi, og biður mig að hætta að vekja sig.
Comments