Search
Gleði er öflugt verkfæri
- Anna Axelsdóttir Sandholt
- 7 days ago
- 2 min read
Gleði er töluvert öflugri tilfinning en margir kannski gera sér grein fyrir.

Það að gera hluti sem veita okkur gleði er töluvert öflugra en við kanski gerum okkur grein fyrir, því það sem gerist þegar við finnum fyrir gleði er að svo margt jákvætt fer í gang í kringum okkur. Gleðin smitast til annara.
Ef við rifjum upp hluti sem við höfum gert í lífinu sem veittu okkur gleði, getum við örugglega verið sammála um að þegar við finnum fyrir gleði, gengur allt betur, en afhverju er það þannig?
Gleði dregur að sér meiri gleði
Þegar við erum glöð sendum við frá okkur jákvæðni og drögum þannig að okkur jákvæðni í leiðinni, það sem er neikvætt hefur þannig ekki áhrif á okkur í þessu ástandi og oft á tíðum tökum við ekki einu sinni eftir neikvæðum hlutum þegar við erum glöð.
Að getað horft á hlutina á jákvæðan hátt er öflugt.
Það að getað horft á hluti á jákvæðan hátt og valið gleði sem okkar “aðal” tilfinningu á hverjum degi, er þess vegna mjög öflugt, því þannig löðum við að okkur meiri gleði og sendum gleði útfrá okkur sem svo sannarlega á það til að smitast útí andrúmsloftið og til þeirra sem á vegi okkar verða.

Comments