top of page

Dúkkan Pupa

  • Writer: Anna Axelsdóttir Sandholt
    Anna Axelsdóttir Sandholt
  • Oct 10, 2024
  • 2 min read

Updated: Oct 18, 2024

Úr 16. þætti; "Dúkkur"
 

Pupa er latneskt heiti yfir dúkku


Og þessi Pupa er um það bil 35 cm á hæð, gerð að mestu leyti úr einhverskonar filtefni. Hún var búin til handa lítilli stúlku á Ítalíu í kringum 1920 , hún var gerð í hennar ímynd og leit út eins og eigandinn, hún var meira að segja með mennskt hár, dúkkan átti jú að líta út eins og eigandinn og eins raunveruleg og hægt var.


Pupa með eiganda sínum

Það var mjög algengt á þessum tíma í að nota raunverulegt hár í dúkkugerð, en það er talið að hárið komi frá einhverjum sem seldi hárið sitt til dúkkuframleiðandans, frekar en að það sé af eigandanum sjálfum. 


Það var algengt á þessum tíma að fólk seldi hár sitt í þeim tilgangi að það yrði notað í dúkkugerð. 


Stúlkan sem átti dúkkuna ferðaðist mikið, bæði um evrópu og til bandaríkjana og Pupa fór alltaf með.


Stúlkan talaði um að Pupa væri lifandi og hefði sinn eiginn vilja.


Pupa og stúlkan eyddu ævinni saman og talaði eigandinn oft um að Pupa væri besta vinkona sín, hún talaði við sig og að stúlkan treysti henni fyrir öllum sínum leyndarmálum og að dúkkan hefði meira að segja bjargað lífi hennar. 


Þegar amma stúlkunnar lést, rétt eftir seinni heimstyrjöldina, var saumuð tala úr fötum ömmunar í föt dúkkunnar (svona til minningar um ömmuna) 


Þegar eigandinn lést svo árið 2005, byrjuðu furðulegir hlutir að gerast með dúkkuna og var hún því lokuð inni í glerskáp, til sýnis því þessi dúkka hafði lifað af heimsstyrjöld og ferðast um heiminn og þótti það áhugavert. 


Pupa í dag

En eftir andlát eigandans fóru furðulegir hlutir að gerast.

Glerskápurinn á það til að fyllast af móðu, svona eins og það sé verið að anda inni í glerskápnum. 


Stundum er skrifað innan á glerið ,,Pupa hatar ” hún er nefnilega ekki hrifin af því að vera lokuð inni. 


Það hefur heyrst bank á glerið eins og Pupa sé að reyna að ná athygli, hún hefur hreyft sig úr stað í glerskápnum, stundum er hún með krosslagða fætur og stundum ekki. Meira að segja hafa sést breytingar á svipbrigðum dúkkunnar. 


Hlutir sem hafa verið inni í glerskápnum með dúkkunni hafa færst til og fleira í þessum dúr.


Þeir paranormal rannsakendur sem hafa rannsakað dúkkuna tala um að hafa upptökur af henni hreyfast, en vegna þess hve lítið það er í einu, sést það ekki fyrr en videoið er hrað spilað, þá kemur það greinilega í ljós.


Staðsetningu dúkkunnar er haldið leyndri af góðri ástæðu,

En Pupa er ennþá til og hefur ennþá sinn eigin vilja.


Það eru margar getgátur um hvað þetta gæti verið, sumir halda að það sé einhver djöful, aðrir trúa því að eigandinn sé í dúkkunni eða jafnvel sá sem gerði dúkkuna….hvað heldur þú? 


Varstu búin/n að hlusta á þáttinn um dúkkur, Pupa er með þar…







Commentaires

Noté 0 étoile sur 5.
Pas encore de note

Ajouter une note

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page