top of page

Dúkkan Mandy

  • Writer: Katrín Sandholt
    Katrín Sandholt
  • Oct 18, 2024
  • 3 min read
Úr 16. þætti; "Dúkkur"
 

Mandy í glerhillunni

Dúkkan Mandy var gefin á safn


Dúkkan Mandy býr núna á safni í Canada, hún er bara ein af yfir 30 þúsund hlutum sem eru til sýnis á safninu en hún er klárlega samt áhugaverðasti hluturinn þar inni.


Mandy er talin vera yfir 100 ára gömul

Eigendur Mandy gáfu safninu hana árið 1991, þá var Mandy talin yfir 90 ára gömul. Sem gerir hana yfir 130 ára gamla í dag.


Hún var ansi illa farin í skítugum fötum, búkurinn hennar rifinn og höfuð hennar allt sprungið.




Mereanda vaknaði við bransgrátur á nóttinni, sem kom úr kjallaranum


Konan sem gaf safninu Mandy heitir Mereanda, hún sagði frá því að hún hafði oft vaknað á nóttunni við barnsgrátur sem virtist koma úr kjallaranum.

Þegar hún fór að kanna málið fann hún að einn gluggi, sem var nálægt dúkkunni, var galopinn en hafði verið vel lokaður áður.

Eftir að konan gaf dúkkuna hættu lætin í kjallaranum og voru engir fleiri atburðir sem áttu sér stað í húsinu.


Það er talið að Mandy hafi sankað að sér yfirnáttúrulegum hæfileikum í gegnum árin


Sumir halda því fram að Mandy sé með einhverskonar yfirnáttúrulega hæfileika og að hún hafi safnað þeim yfir árin.

Það er þó ekki vitað nægilega mikið um sögu dúkkunnar til þess að geta sagt til um hverju hún hafi lent í eða með hverjum.

 

Það sem er vitað er að Mandy hefur mjög furðuleg áhrif á fólk og hluti í kringum sig. 


Þegar Mandy kom á safnið, fóru furðulegir hlutir að gerast þar


Um leið og Mandy kom á safnið fóru furðulegir hlutir að gerast, starfsfólkið fór að taka eftir því að hádegismaturinn þeirra hvarf oft úr ísskápnum og birtist svo í lokuðum skúffum. 


Það heyrðist fótatak þegar enginn var á ferli, pennar, bækur, myndir og aðrir smáhlutir áttu það til að hverfa.. Sumir fundust seinna á furðulegum stöðum en sumt fannst aldrei.


Sumir starfsmannanna skrifuðu þetta á eigin sveimhuga, en það gat samt ekki útskýrt allt.


Við innganginn gátu gestir skoðað ,,ljótu dúkkuna með óhugnalega brosið”


Þegar Mandy kom fyrst á safnið átti hún sér ekkert eigið “heimili”, hún var sett við innganginn þar sem gestir safnsins gátu starað á hana og talað um “ljótu dúkkuna með óhugnalega brosið”


Mandy þrufti að fá sinn eigin sýningar skáp, því annars var allt í hershöndum


Með tímanum var Mandy færð í sinn eigin skáp, starfsmönnum hafði verið sagt að setja hana ekki með öðrum dúkkum þar sem hún átti það til að skemma þær.


Frá því að hún var sett í sér sýningar skáp hafa komið fram margar sögur um furðulega atburði í kringum Mandy.


Einn gestur var að reyna að taka vídéó af henni en ljósin slokknuðu og kveiknuðu til skiptis á 5 sek fresti. 

En þegar sami gestur beindi myndavélinni á annan stað var allt í lagi með allt.

Það er áhugavert að segja frá því að svipaðir atburðir gerast þegar gestir reyna að mynda Róbert, sem er önnur mjög þekkt, andsetin dúkka sem býr í Key West í bandaríkjunum.


Augu Mandy fylgja þér eftir og jafnvel blikka


Margir gestanna tala líka um að augu Mandyar fylgi sér um herbergið, sumir segjast meira að segja hafa séð hana blikka!


Það hafa líka margir sagst hafa séð hana í einni stellingu þegar þau komu og hún sé svo í annari stellingu þegar þau horfa á hana aftur.


Það er enginn sem býður sig fram við að vera einn eftir með Mandy á safninu


Þó starfsmennirnir séu orðnir vanir Mandy eftir öll þessi ár, er enginn þeirra sem býður sig sérstaklega fram til þess að vera einn eftir að loka.




Hlustaðu á hlaðvarpsþáttinn um dúkkur þar sem við ræðum m.a þessa sögu!



.


Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Fáðu greinarnar beint til þín!

  • Facebook
  • Instagram
  • TikTok
  • Spotify

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page