top of page

Kraftur Gyðjunnar

Hér heiðrum við hið guðdómlega kvenlega í öllum sínum myndum og skoðum tímalausa visku, styrk og samkennd sem einkennir gyðjur frá öllum menningarheimum.

 

Með goðsögn, táknum og hefðum skoðum við kraftinn sem er fólginn í því að tengjast þessum fornu erkitýpum, finna leiðsögn, innblástur og heilun á andlegum ferðum okkar. 

Gyðjur úr Grískri Goðafræði

Gyðjur úr

Grískri Goðafræði

Aþena

aþena

Aþena táknar visku og stefnumótun, hún leðbeinir í átt að uppljómun, réttlæti og þekkingu.

Hægt er að biðja hana um andlega aðstoð með þekkingu, stefnu og persónulegan vöxt.

Keltneskar Gyðjur

Gyðjur úr

Keltneskri Goðafræði

Brigid

Brigid

Bridgid er gyðja elds, ljóða og heilunar, hlutgerfingur sköpunar og innblásturs. Andleg áhrif hennar sækja kraft sinn í eld innblásturs og heilunar orku náttúrunnar. Fylgjendur Bridgid leitast eftir að kveikja á loga innri sköpunar sinnar, með tengingu við sinn innri styrk og eldmóð

Gyðjur úr Norrænni Goðafræði

Gyðjur úr

Norrænni Goðafræði

Freyja

Freyja

Freya er gyðja ástar, frjósemi og stríðs, sem tengist ástríðum og löngunum. Andleg áhrif hennar snúast um að tileinka sér að lifa til fullnustu, þar sem ást, næmni og átök eru hluti af lífi okkar. Fylgjendur Freyju leitast við að rækta tilfinningu fyrir gleði og lífskrafti í lífi sínu með þrá og ástríðu.

Gyðjur úr Austurlenskri Goðafræði

Gyðjur úr

Austurlenskri Goðafræði

Kuan Yin

Kuan Yin

Kuan Yin, gyðja samúðar og miskunnar, hún táknar kjarna ástríkrar góðvildar og skilyrðislausrar samúðar. Andleg áhrif hennar á rætur að rekja til samúðar í garð allra skyn vera, efling samkenndar, fyrirgefningu og friðar. Fylgjendur Kuan Yin leitast við að rækta samúarfullt hjarta, tileinka sér eiginleika hennar um miskunnsemi og skilning í daglegu lífi sínu.

Gyðjur úr Afrískri Goðafræði

Gyðjur úr

Afrískri Goðafræði

Oshun

Oshun

Oshun, gyðja ástar, fegurðar og frjósemi, táknar nærandi og lífgefandi eiginleika hins kvenlega. Andleg áhrif hennar snúast um að fagna fegurð náttúrunnar og gnægð lífsins. Fylgjendur Oshun leitast við að tengjast hinu guðlega með kærleika, sköpunargáfu og gleðilegri tjáningu.

© 2024 Hulin Öfl                                                                                                                                                           hulinofl@gmail.com

bottom of page